deighvolf: öðru nafni linhvolf, seighvolf eða lághraðalag [asthenosfera, asthenosphere]. Jarðskjálftabylgjur sýna að það liggur á 50 - 250 km dýpi.


Efri hluti möttuls

Þversnið af jarðskorpunni og efsta hluta möttulsins. Á A-hluta myndarinnar er sýndur hraði jarðskjálftabylgna á mismunandi dýpi og á B-hlutanum má sjá hvernig þessar breytingar eru túlkaðar. Í lághraðalaginu hægja P-bylgjurnar á sér og auka svo hraðann aftur neðan þess. Hraðaaukning verður svo aftur á um 400 og 670 km dýpi.