Bortækni

Við borun í berg með snúningsbor myndast borsvarf sem þarf að kom upp á yfrborðið jafnóðum svo að borstrengurinn festist ekki. Algengast er að dæla skolvökva niður eftir holum borstrengnum og út í gegnum borkrónuna. Svarfið berst þá með skolvökvanum upp eftir holunni á milli veggja hennar borstrengsins. Oft er notuð borleðja því að hún er þyngri og stiður betur við holuvegginn. Í sumum tilfellum er hægt að nota loft og berst svarfið þá upp með löðri sem myndast í holunni.


Á síðari árum hefur færst í vöxt að nota hreyfla á holubotni sem ýmist eru knúnir með vökva eða lofti (lofthamrar). Þannig má ná mun meiri hraða við borunina og einnig eru notaðir sérhæfðir botnhreyflar sem auðvelda stefnuborun.


MYNDSKEIÐ


Til baka í jarðbor.



Sjá INDEXJ → jarðbor.