Berggangurinn mikli í Zimbabwe [The Great Dyke]

Berggangurinn mikli í Zimbabwe er oft talinn stærsti þekkti berggangur Jarðar en í raun er hann ekki berggangur heldur innskotsmyndun sem kallast lopolith. Bergmyndunin er úr 2,5  gömlum lagskiptum útbasískum innskotum og liggur hún í gegnum Zimbabwe meginlandskjarnann ∼ 350 km frá norðri til suðurs (strik N10°A) og er myndunin víðast hvar 3 til 12 km breið. Á meðal þessara innskota eru lög úr krómíti en málmgrýti úr þeim er brotið víða meðfram „The Great Dyke“.