armfætlur: eru botnlæg einlíf sjávardýr, sem teljast til sérstakrar samnefndrar fylkingar; [Brachiopoda, Gr. brachio-, brachi-: armur eink. frá öxl að olnboga].


Dýrin nærast með því að sía vatnið; mjúkir líkamshlutar eru líkir og hjá mosadýrum; dýrið er umlukið tveim ólíkum skeljum sem ýmist hanga saman á hjörum [articulata] eða eingöngu með vöðvum [inarticulata]; efni skeljanna er ýmist kalsíumkarbónat eða horni með fósfatsamböndum. Mikið um steingervinga í jarðlögum frá fornlífsöld. Tegundin lingula sem kom fram á árkambríum lifir enn og er hún því gott dæmi um „lifandi steingerving“.


Armfætulur eru stundum kallaðar lampaskeljar vegna þess hve hve mjög þær þóttu líkjast rómönskum olíulömpum.


Armfæturl komu fram á árkambríum og náðu mikilli útbreiðslu frá ordóvísúm til loka perm. ◊.


Tímasvið nokkurra valda fylkinga og flokka í jarðsögunni. ◊.