alabastur: fínkorna berg úr gifsi, snjóhvítt eða hálfgagnsætt. Auðvelt er að gera það líkt marmara með litun og upphitun. Alabastur er svo mjúkt að það má auðveldlega rispa með nögl og hentar það því vel í ýmsa útskorna skrautmuni. Hjá Forn-Grikkjum og Rómverjum var alabastur notað um marmara; [alabaster].