agat: [En: agate; De: Achat] kvarssteind (kalsedón) með hringlaga röndum.


Talið er að gríski heimspekingurinn og náttúrufræðingurinn Theophrastus (á 4. eða 3. öld BCE) hafi gefið steininum nafnið þegar hann fann stein af þessari gerð á bakka árinnar Drillo á Sikiley en hún hét þá gríska nafninu Aachate [Gr: Ἀχάτης].


Kalsedón er myndaður úr smásæum kvarsþráðum ásamt litlum hluta af moganíti sem einnig er SiO2 en ólíkt kvarsi að byggingu. Þessi smásæja en gropna bygging veldur því að vökvar geta þrengt sér í kristalgrindina. Þess vegna er hægt að fá lausnir efna til að smjúga inn í steininn og mynda efnahvörf inni í kalsedonsteininum. Á þann hátt er hægt að lita steina af þessum gerðum með betri árangri en að lita aðeins yfirborð þeirra.


Með því að láta agat liggja í blöndum úr járn-súlfati FeSO4 og kalínjárnsýaníði K3[Fe(CN)6] er hægt að kalla fram bláan lit. Þetta tekur langarn tíma og þessi efni eru mjög varasöm.


Blátt agat.