afstæður aldur hnyðlinga (framandsteina): Eitt af lögmálum Charles Lyell lýtur að framandsteinum eða hnyðlingum. Lyell komst að þeirri rökréttu niðurstöðu að molar í stórum bergmassa séu eldri en bergmassinn sem umlykur þá. Því eru molar á mótum tveggja bergmassa úr eldri bergmassanum.