Þrívetni: myndast fyrir tilstuðlan 14N og nifteindaskothríðarn sem geimgeislar koma af stað.


14N + n → 3H + 12C


3H → 3He


Hrörnun 3H í 3He hefur helmingunartímann 12,3 ár. Náttúrulegur styrkur 3H miðað við 1H í andrúmsloftinu er uþb. 25 /1018, kallað þrívetniseining, TU (1TU = 0,118 Bq/L)


Hærra gildi fyrir 3H stafar frá kjarnorkusperngingum í andrúmsloftinu eftir 1952. Hæsta gildið uþb. 2300 TU (550 Bq/L), mældist 1963 3H [bomb peak] en nú er gildið < 1 til 10 og fer sjaldan yfir 50 TU.


3H nýtist vel við aldursgreiningu grunnvatns. Gert er ráð fyrir því að þrívetni í vatni sem er í snertingu við andrúmsloft sé í jafnvægi og með sama gildi og er í loftinu. Hrörnunin gerist svo á þeim tíma sem vatnið er að renna eftir vatnsleiðandi jarðlögum. Aðferðin er einnig notuð til að mæla útbreiðsluhraða mengandi efna í grunnvatni.

Sjá helmingunartíma.