Elliðavogslögin

Elliðavogslögin   eru mynduð úr sjávarseti neðst en efst er völuberg og surtarbrandur.  Þau eru talin vera frá síðastsa hlýskeiði ísaldar eða um 100 þúsund ára. |T| Elliðavogslögin liggja mislægt ofan á basalthraunum frá tertíer og bendir það til þess að langur tími hafi liðið milli þessara myndana. Basalthraun (Reykjavíkurgrýti) frá þessu sama hlýskeiði þekur Elliðavogslögin en það varðveitti þau gegn ágangi jökla síðasta jökulskeiðs, sem hófst fyrir 70 þúsund árum. Bæði fánan og flóran í þessu setlagi eru líkar því sem nú þekkist.