Yfirborðsvatn, sem rennur undan halla og leitar í farvegi sem lækir og ár, kallast vatnsföll. Vatnasvið árinnar er það svæði sem vatn rennur af til hennar. Vatnsfall, sem fellur til sjávar og margar þverár renna í, kallast aðalvatnsfall. Til þess teljast samanlögð vatnasvið þveránna. Mörkin þar sem vatnasvið mætast kallast vatnaskil.


Sjá um vatnasvið íslenskra vatnsfalla.