Straumhraði og rofmáttur er yfirleitt mestur efst í farvegi vatnsfalla þar sem hann er brattastur. Eftir því sem neðar dregur rennur vatnið hægar og rofmáttur minnkar en jafnframt eykst rennslið og vatnsfallið víkkar og dýpkar. Framburður, grugg og botnskrið eykst eftir því sem neðar dregur en kornastærðin breytist og verður smærri með minnkandi rofkrafti. Þannig fæst dreifing á kornastærð í árfarvegi sem er í jafnvægi frá grófu efst og niður í fínustu kornin við ósana. Þessi dreifing brenglast í flóðum.