Setmyndun vatnsfalla

Korn í seti fljóta eru mismunandi eftir því hvar þau er að finna í farveginum. Efst eru þau með hvössum brúnum og í grófara lagi. Kornin slípast og smækka á leið sinni til sjávar og í löngum stórfljótum erlendis veðrast veikustu steindirnar fyrst úr kornunum þannig að einungis kornin úr sterkustu steindunum, kvarsi, komast til strandar.


Sjá einnig ár- og vatnaset og bugður.