Landmótun vatnsfalla

Rof vatnsins byrjar um leið og regndropar falla á landið. Skiptir þá miklu máli hvort yfirborðið er hörð klöpp, laus fínkorna ógróinn jarðvegur eins og moldarflög eða vel gróið land. Regndropi sem fellur á moldarflag í mikilli rigningu hrærir upp í yfirborði flagsins þannig að fínustu kornin skolast burt með vatninu í næsta læk eða á. Því skiptir það svo miklu máli að fínkorna jarðvegur sé varinn með gróðurþekju. Tré og runnar taka stærsta höggið af dropunum og þéttur svörður bindur jarðveginn og tefur fyrir því að vatnshimna, sem flutt getur efnisagnir, nái að myndast og flæða óhindrað um yfirborðið og í næsta farveg.




Sjá INDEXL → landmótun → vatnsföll.