Lekt jarðlaga

Lekt berglaga er mjög mismunandi. Á blágrýtissvæðunum eru hraunlögin holufyllt og þétt og leirkennd millilögin eru nánast vatnsþétt. Á árkvarteru svæðunum skiptast á jökulberg og móberg. Mjög er mismunandi hversu lek þessi berglög eru. Móbergið er að vísu gropið en holrými eru svo smá að lekt verður lítil sem engin. Lekustu lögin eru bólstrabrotaberg og sprungin grágrýtislög. Gropnust og gegndræpust eru yngstu jarðlögin á virku gosbeltunum.