Hreyfingar vatnsins í jarðrakasvæðinu

Úrkoma sem fellur á gróið land sígur niður í jarðveginn og binst þar að hluta sé jarðvegurinn leirblandinn og með góðri samkornun. Talsverður hluti vatnsins nýtist þannig gróðri en afgangurinn sígur áfram niður eða gufar upp. Sé jarðvegurinn grófkorna, snauður af leirögnum og með frumstæða samkornun, eins og íslenski móajarðvegurinn er, staldrar vatnið stutt við. Slíkur jarðvegur er ófrjósamur með kyrkingslegum gróðri og honum hættir við uppblæstri í þurrviðri.


Víða, einkum í fínkorna, seti dregur hárpípukraftur vatn upp frá grunnvatnsfletinum þannig að allt að 60 cm sírakt lag myndast ofan hans. Ofan þessa lags og upp að jarðveginum er jarðrakasvæðið, fremur þurrt í þurrkatíð.