Helstu grunnvatnssvæði Íslands

Grunnvatn er háð gerð berggrunns á hverjum stað. Eins og áður hefur komið fram er bergmyndunum landsins skipt eftir aldri í þrennt: í blágrýtismyndunina sem er elst, þá myndanir frá kvarter og loks myndanir frá nútíma. Grunnvatnssvæðunum er hins vegar aðeins skipt í tvo flokka eftir berggrunni. Annars vegar eru blágrýtis- og árkvarteru svæðin sem mynduð eru á tertíer og fyrri hluta ísaldar og hins vegar eru síðkvarteru og hraunasvæðin sem mynduð eru á síðari hluta ísaldar og nútíma. Sjá kort yfir útbreiðslu íslenskra jarðmyndana og aldur þeirra.