Mýrar

Mýrar eru um helmingur gróins lands hér á landi. Þær myndast á grónu landi þar sem grunnvatnsstaða er svo há að hún fellur saman við yfirborðið. Við slíkar aðstæður vaxa einkum starir og mosar. Jurtaleifarnar ná ekki að rotna en safnast þess í stað fyrir og mynda mó. Gerlar og sveppir éta upp súrefni úr plöntuleifunum í mónum. Við það umbreytist mórinn og þjappast saman og kolefnisinnihald hans eykst jafnframt. Besti mórinn liggur því dýpst í mýrinni enda er hann elstur.


Dýpt mýra er breytileg en getur skipt nokkrum metrum, einkum í flóum og sundum á Suðurlandi (4 - 7 m).



Sjá Efnisyfirlit → Jarðfræði Íslands → Laus jarđlög