Jarđvegi er gjarna skipt í ţrjú lög:

A Yfirborðslag. Efst í því er gróðurmoldin rík af moldarefni eða húmus.
B Miðlag þar sem útskoluð efni úr A-laginu setjast fyrir. Þetta lag vantar yfirleitt þar sem jarðvegur er mjög ungur.
C Efsti hluti berggrunnsins sem að nokkru leyti er byrjaður að ummyndast.
Efstu lögin tvö mynda hinn eiginlega jarðveg.

A-lagið, yfirborðslagið, er vanalega fremur dökkleitt og þá einkum efst þar sem gróðurmoldin er. Hún er vanalega rík af svonefndu moldarefni, húmus. Húmus er fínkorna efni myndað við rotnun jurta og dýraleifa og getur verið ljósbrúnt eða svart og allt þar á milli. Það er að mestum hluta úr kolefni (60%), nitur (6%) auk minni hluta af fosfór og brennisteini. A-lagið lýsist vegna útskolunar eftir því sem neðar dregur en þykkt þess er víðast hvar um 10 til 20 cm hér á landi.


B-lagið er yfirleitt dekkra en A-lagið og oft rauðleitt vegna járnoxíða. Leiragnir og uppleyst sölt, sem skolast út úr A-laginu, setjast til eða falla út í B-laginu og stuðla þannig að samloðun efnisagnanna þannig að kekkir myndast í jarðveginum. Þessi samkornun eða kekkjamyndun veldur því að jarðvegurinn fær á sig vissa ytri gerð (strúktúr) en hún ræður oft úrslitum um frjósemi hans. Í köldu og úrkomusömu loftslagi nær útskolunin einnig niður í gegnum B-lagið svo það verður bætiefnasnautt og samkornun verður lítil og fátækleg. Slíkur jarðvegur er ófrjór og viðkvæmur fyrir skemmdum og uppblæstri.






Sjá Efnisyfirlit → Jarðfræði Íslands → Laus jarđlög