Hallamýri á malar- og sandbornum grunni

Hér á landi er loftslag vætusamt eins og víðar í nyrsta hluta tempraða beltisins og rakastig loftsins hátt. Því er það að mýrar ná að myndast í allt að 15% halla, ólíkt því sem gerist í löndum þar sem loftslag er hlýrra og uppgufun meiri.


Hallamýrar eru einkum áberandi á blágrýtis- og árkvarteru svæðunum þar sem berggrunnurinn er fremur þéttur og grunnvatnsstaðan er há. Víða hafa hallamýrar verið ræstar fram og þurrkaðar. Þá getur hægfara jarðvegsmyndun byrjað við yfirborð þeirra og gert þær ræktanlegar fyrir túngrös.



Sjá Efnisyfirlit → Jarðfræði Íslands → Laus jarđlög