Flekar og jarðskorpuhreyfingar

Óvíða er það jafn augljóst og á Reykjanesskaganum að hreyfingar eiga sér stað í jarðskorpunni þannig að yfirborð hennar springur og gliðnar.


Á sjöunda áratugnum varð röð uppgötvana til þess að ný heimsmynd jarðfræðinnar birtist. Þar munaði mest um tæknilegar framfarir í þrenns konar mælingum: dýptarmælingum, segulmælingum og jarðskjálftamælingum. Við dýptarmælingar á úthöfunum kom í ljós landslag sem sýndi úthafshryggina á gliðnunarbeltum jarðar og einnig djúpála (djúpsjávarrennur) meðfram vesturströnd Suður-Ameríku og eyjabogunum við suðaustanverða Asíu. ◊. og nær hann hæst þar sem hann gengur í gegnum Ísland. Segulmælingar sýndu fram á jafnaldurslínur meðfram úthafshryggjunum og jafnframt að næst hryggjunum væri hafsbotninn yngstur.


Með brotlausnum á jarðskjálftum skildist jarðvísindamönnum hvernig hreyfingum og höggun flekanna á jarðkúlunni væri háttað. Brotlausnir fást með því að greina mismunandi eðli þrýstibylgna sem koma fram á nægilega mörgum mælum umhverfis upptök skjálfta. Þær gefa þá til kynna hvort um sniðgengi, samgengi eða siggengi sé að ræða.