Með jarðhita er átt við jarðvarma sem berst til yfirborðs jarðar með rennandi vatni eða vatnsgufu. Varmamyndun verður í jarðmöttlinum og jarðskorpunni þegar geislavirk efni klofna. Varminn, sem myndast, streymir frá heitu bergi upp til yfirborðsins þar sem kaldari berglög eru en varmaflæðið er mjög mismunandi eftir því hvar er á jörðinni.