Eldborgir myndast við eitt, fremur stutt, flæðigos þegar þunnfljótandi gasríkt hraunbráð flæðir upp um eldrás sem verður pípulaga er líður á gosið. Hraunbráðið kraumar í gígskálinni og sýður upp úr henni með nokkru millibili. Við það flæðir hraunbráðið yfir barmana og hlaðast þannig upp mjög reglulegir gígveggir úr nokkurra cm þykkum hraunskánum. Gígveggirnir eru brattir ofan til (40°- 60°) og mynda efst þunna egg og eru þeir aðaleinkenni eldborganna. Þekktasta dæmi um eldborg er Eldborg í Hnappadal en hún mun líklega hafa gosið löngu fyrir landnám. Eldborgir eru mjög sjaldgæfar utan Íslands.


Til baka í hraungos á þurru landi.