Þóleiít [tholeiite] er algengasta bergtegund Íslands og segja má að það sé jafnframt einkennisbergtegund landsins. Flestöll hraun á gosbeltunum, sem mynduð eru við sprungugos, eru úr þóleiíti. Um það bil 50% af því bergi, sem er að finna í yfirborðslögum landsins, er þóleiít. Ferskt þóleiít er dökkgrátt og dökknar enn meir við ummyndun. Bergið er fín- til dulkornótt. Þóleiíthraunbráðið rennur oftast frá sprungugosum og myndar hún stuðluð apalhraun með gjall- og klepramyndunum. Skaftáreldahraunið er dæmigert þóleiíthraun. Auk þess má nefna Grindavíkurhraun, Kapelluhraun, Þjórsárhraun, öll Tungnaárhraunin, Leirhnúks- og Kröfluhraunin. Þóleiít er oftast dílótt. Plagíóklas- og ágítdílar (pýroxen) eru algengastir.


|Tbergraðirnar| |T|



Til baka.