Bergmyndanir sem myndast þegar kvika þrengir sér inn í og á milli eldri jarðlaga og storknar þar kallast einu nafni innskot. Til innskota teljast m.a. berghleifar, sem eru stór innskot í storknuðum kvikuþróm, en einnig bergeitlar, berggangar, laggangar (silla) og bergstandar. Innskot sjást því aðeins á yfirborði jarðar að rof hafi náð að má þau jarðlög brott sem yfir lágu.