Hraundrýli myndast oft á yfirborðsþekju hrauna við uppstreymisop þar sem lofttegundir, einkum vetni (H2), streyma upp, brenna, og rífa með sér hraunslettur. Hraunsletturnar falla sem kleprar umhverfis opið og mynda þannig holan kleprahrauk sem oft líkist einna helst ofni, samanber erlenda heitið á þessum myndunum, hornito. Það mun vera komið úr spænsku og merkir ofn. Algengast er að hraundrýli myndist nálægt eldgígum t.d. á gígbörmunum umhverfis hrauntjarnir í dyngjum eins og Selvogsheiði. Hraundrýli mynduðust einnig við gosið í Surtsey. Hraundrýli eru nokkuð algeng í hraunum og þá jafnvel langt frá gígunum eins og td. Tröllabörn í Elliðaárhrauni (Leitahrauni) neðan Lækjarbotna og í Aðaldalshrauni; [hornító].


Til baka í föst gosefni.