Gjóska

Slettur hraunbráðs, sem þeytast í loft upp úr gígnum og eru ýmist hálf- eða fullstorknaðar áður en þær falla til jarðar, eru nefndar gjóska. Til gjósku teljast eftirfarandi myndanir og er hraunbráðið sem þær mynda ýmist súrt, ísúrt eða basískt. Myndanir úr súrum gosefnum verða einkum til við gos nálægt miðju megineldstöðva.



a) gosaska og b) vikur, c) eðjustraumar, d) eldský, e) hraunlýjur, f) gjall og kleprar, g) hraunkúlur, h) hnyðlingar, i) móberg.