dílótt berg: [porphyrite, porphyry, porphyritic] berg með dílum. Feldspat-, ólívín- og pýroxendílar eru algengir í dílóttu bergi hér á landi; .


Steindirnar sem dílana mynda hafa vaxið hægt í bráðinni kvikunni á miklu dýpi. Frekari vöxtur dílanna stöðvaðist snögglega þegar kvikan barst til yfirborðsins í eldgosi og storknaði en við það myndaðist dulkornóttur bergmassinn sem umlukti dílana.

Dæmi um díla sem algengir eru í íslensku bergi.
Plagíóklas: Þjórsárhraun.
Ólívín:  Reykjavíkurgrágrýti, Búðahraun,
Búrfellshraun,
Stapafell á Reykjanesi.
Pýroxen: Berserkjahraun.
Plagíóklas,
pýroxen,
ólívín:
Berserkjahraun, Búðahraun.


Sjá rhomb porphyry og -dílótt [-phyric].





Til baka í innri einkenni.