Blöðrótt storkuberg: Í allri kviku eru gufur, þ.e. lofttegundir sem losna úr kvikunni ef hún storknar hægt t.d. undir miklum þrýstingi djúpt í jörðu. Bergið verður þá þétt og blöðrulaust. Berist kvikan til yfirborðsins storknar hraunbráðið svo hratt að gosgufurnar ná ekki að losna en lokast þess í stað inni í loftbólum sem þær mynda vegna lægri þrýstings á hraunbráðinu. Lofttegundirnar, sem króast inni, streyma síðan hægt út úr berginu eftir að það hefur storknað. Gufurnar sjást oft stíga upp af nýstorknuðum hraunum.


Til baka í ytri einkenni.