berg: [En: rock, De: Gestein, Dk: bjergart] fast efni sem myndað er í náttúrunni úr samloðandi ögnum einnar eða fleiri steinda. Bergi er gjarna skipt í:


Storkuberg sem myndast við storknun bergkviku. Lauslega áætlað mun um 90% af því bergi landsins sem ofansjávar er vera storkuberg. Dæmi um storkuberg eru: Basalt og gabbró.


Setberg sem myndast þegar bergmylsna og uppleyst efni setjast til og mynda set eða setlög, harðna síðan og verða að setbergi. Dæmi: Sandsteinn, salt og steinkol.


Myndbreytt berg sem myndast djúpt í jörðu við mikinn þrýsting og hita þegar aðrar bergtegundir bráðna upp og umkristallast, myndbreytast. Dæmi: Marmari, gneis og flöguberg. Myndbreytt berg finnst ekki í berggrunni Íslands.



Hringrás bergs í jarðskorpunni: