Kleyfni nefnist viðleitni steinda til að brotna og þá helst eftir vissum flötum og stefnum. Brotfletirnir mynda þá mismunandi horn sín á milli. Hér á eftir verður kleyfni táknuð með #. Nokkur dæmi um kleyfa og ókleyfa kristalla:


Kleyfir: Ókleyfir:
steinsalt     bergkristall
kalsít flestir málmar
glimmer  

Kleyfnifletir falla oft saman við kristalfleti en alls ekki alltaf eins og sjá má á kúbískum kristal.  Þar falla þeir saman við fletina í a) en ekki í b) og c). Kleyfnifletir hafa oftast fallegan gljáa en kristalfletirnir eru mattir.