Gljái (Gl:) steindar sést þegar ljós endurkastast af henni. Styrkur ljóssins og ýmis sérkenni þess eru mismunandi eftir því af hvaða steind það speglast. Gljáinn er því mismunandi og er ýmist nefndur málmgljái, glergljái, skelplötugljái, demantsgljái, fitugljái eða silkiáferð.