Zeólítar

Zeólítar [En: zeolites; Dk: zeolit; De: Zeolith] eru fjölskrúðugur flokkur holufyllinga. Þeir eru Na, K og /eða Ca, Al-silíköt og innihalda auk þess vatn. Vatnið er svo laust bundið að kristallarnir missa það við væga upphitun og við glæðingu bólgna þeir upp og „sjóða“ og er fræðiheitið dregið af gríska orðinu zeo-liþos sem þýðir suðusteinn. Zeólítar eru nær allir tærir og litlausir. Margir eru hvítir með glergljáa eða skelplötugljáa. Zeólítar finnast einkum á veggjum holrúma í basískum hraunum frá tertíertímanum.


Í blágrýtismynduninni á Austfjörðum mynda zeólítarnir belti eftir hæð (dýpt). Sjá   Neðst er 150 m þykkt belti með mesólítum, skólisíti og heulandíti. Þetta belti er nú um 750 m ofan yfirborðs sjávar. Þar fyrir ofan er fremur þunnt analsímbelti og efst eða í um 900 m hæð er belti með chabasíti og thomsoníti. Ofar eru flest holrúm tóm og óholufyllt. Á sínum tíma mynduðust þessar holufyllingar á talsverðu dýpi. Það er því augljóst að landið hefur lyfst og hefur verið sýnt fram á út frá þessum beltum holufyllinga að berglagastaflinn var um 500 - 1000 m hærri en hann er nú. Það sem á vantar hefur rofist burtu og þá einkum af jöklum ísaldar. Við rofið léttist berglagastaflinn og reis um leið og hann leitaði flotjafnvægis.



Zeólítar eru oftast greindir í 3 deildir eftir vaxtarhætti.
1. Geislazeólítar (geislasteinar) - þráðóttir
2. Blaðzeólítar (plötulaga) - blaðskiptir
3. Teningszeólítar - teningslaga

Sjá ennfremur um zeólíta undir EFNISYFIRLITJarðfræði ÍslandsSteindir

   og/eða

INDEXZzeólítar.