bentonít: leirsteind (venjulega montmorillonít) mynduð í jarðlögum úr eldfjallaösku. Til eru tvær tegundir, Na-bentonít og Ca-bentonít. Na-bentonít drekkur auðveldlega vatn í sig og getur við það aukið rúmtak sitt allt að áttfalt. Það er oft notað sem einskonar gel við jarðboranir; [bentonite, montmorillonite].