Þróun mannsins

Elsti þekkti hlekkurinn í ætt manna er Sahelanthropus tchadensis [7 Má ⇔ 6 Má] ◊. en tæplega 7 milljón ára gömul höfuðskel frá vestanverðu Chad er til vitnis um þessar lífverur. ◊. Á Afar-svæðinu í Eþíópíu fundust 5,6 Má gömul brot úr hauskúpu sem greind voru til tegundarinnar Ardipithecus kadabba [5,8 ⇔ 5,2 Má] og í 4,4 Má gömlum jarðlögum í næsta nágrenni fundust einnig mikilvægustu hlutar úr beinagrind Ardipithecus ramidus. [∼ 4,4 Má] ◊. ◊. ◊. ◊.


Fyrir 6 Má finnast elstu ummerki um að dýr af ættflokki manna [Homini] hafi gengið upprétt.


Orrorin tugenensis [6,2 Má ⇔ 5,8 Má] er á meðal elstu tegunda mannaættar. Einstaklingar tegundarinnar voru álíka stórir og simpansar og höfðu glerung á tönnumi líkan þem sem gerist hjá núlifandi mönnum. Mikilvægastur steingervinganna sem fundust í Tugen-hæðum í Kenía 2001 er efsti hluti lærleggs sem sýnir beinabyggingu sem er einkennandi fyrir tvífætlinga.


Yngri eru steingervingar Australopithecus anamensis [4,2 Má  ⇔ 3,8 Má] frá ◊. Kenýa. [la.: australis: suður-, að sunnan; gr.: πίθηκος, pithekos: api] Hann líkist mjög Australopithecus afarensis, [3,9 Má ⇔ 2,9 Má] tvífættlingi með lítinn heila (uþb. 450 cm3). „Lucy“ [3,2 Má] telst til þessarar tegundar. ◊. ◊. Margar minjar um Australopithecus afarensis hafa fundist víða í Austur-Afríku en skiptar skoðanir eru um hvort alla þessa steingervinga eigi að flokka til einnar og sömu tegundar eða fleiri.


Fyrir 4 Má gengu suðurapar að mestu á á tveimur fótum [bipedal] þó svo að þeir hafi einnig klifrað í trjám.


Það er ljóst að Australopithecus afarensis var ekki einn í Afríku. Stakur kjálki úr Australopithecus bahrelghazali [3,5 Má ⇔ 3 Má] fannst 1995 í Chad. Hann er því álíka gamall og „Lucy“ líkt og Kenyanthropus platyops [3,5 Má ⇔ 3,2 Má] sem fannst nýlega í Kenýa.


Í Suður-Afríku fundu vísindamenn minjar enn einnar tvífættrar tegundar af mannaætt. Þessir steingervingar eru um 3,3 Má en þeim hefur ekki enn verið lýst né þeir flokkaðir til tegundar. Á sama svæði í 3 milljón ára gömlum jarðlögum er að finna steingerðar leifar tegundarinnar Australopithecus africanus, [3,3 Má ⇔ 2,1 Má] fyrsta suðurapans (australopith) en fyrstu steingervingar þessarar tegundar fundust 1924. Þessi tegund gæti hafa lifað þar til fyrir 2,0 milljónum ára.


Fyrir 2,6 Má gera suðurapar frumstæð verkfæri ú steini.


Tegund, sem lifði í Eþíópíu fyrir 2,5 milljón árum og var gefið tegundanarfnið Australopithecus garhi 1999, er talin liggja á milli Australopithecus afarensis og manna. Um líkt leyti komu Paranthropus aethiopicus [2,7 Má ⇔ 2,3 Má] fram á sjónarsviðið. Þessi tegund er þekkt af „svörtu höfuðkúpunni“ frá Norður-Kenýa. Á svipuðum tíma eða fyrir 2 til 1,4 milljónum ára kom hinn „þrekvaxni“ Paranthropus boisei [2,3 Má ⇔ 1,2 Má] fram í Austur-Afríku. Paranthropus robustus [1,8 Má ⇔ 1,2 Má] bættist í þann hóp en hann kom fram í Suður-Afríku.


Australopithecus sediba [1,98 Má ⇔ 1,977 Má] er ein af tegundum suðurapa sem lifði á ár-pleistósen þar sem nú er Suður-Afríka. Tegundinni hefur veið lýst eftir sex steingerðum beinagrindum sem fundust í Malapa steingervingasvæðinu 45 km NNV af Jóhannesarborg og það er nú á heimsminjaskrá UNNESCO sem „Vagga mannkins“. Greining tegundarinnar byggir á sex beinagrindum: ein þeirra af ungu karldýri (MH1 eða „Karabo“), fullorðnu kvendýri (MH2), fullorðnu karldýri og þremur ungum.


Steingervingarnir fundust fyrir tilviljun 15. ágúst 2008 þegar Matthew, 9 ára sonur fornmannfræðingsins Lee Berger gekk fram á stein með steingerðum beinum skammt þar frá sem faðir hanns var við rannsóknir. Þessi fundur leiddi svo til rækilegrar leitar og uppgötvunar 220 steingerðra beina tegundarinnar í árseti sem nú er á yfirborði en myndaðist djúpt í kalksteinshelli fyrir ~ 2 Má.


Enn er ekki ljóst hversu lengi ofangreindar tegundir lifðu, en þó svo að það hafi ekki verið nema nokkur hundruð þúsund ár er ljóst að margar tegundir hafa á vissum tímaskeiðum lifað saman í Afríku.


Þótt fleiri tegundir af ættum manna hafi komið fram virðist það ekki hafa raskað þessu mynstri eins og sjá má af 2,5 til 1,8 Má steingervingum frá Austur- og Suður-Afríku sem eignaðir eru fyrstu tegundum manna Homo habilis [2,4 Má ⇔ 1,4 Má] og Homo rudolfensis [1,9 Má ⇔ 1,8 Má]. Þær sýna fremur margbreytileika tegunda en fábreytileika.


Þessar tegundir ásamt algengu tegundinni Paranthropus boisei [2,3 Má ⇔ 1,2 Má] lifðu saman í Turkana í Austur-Kenýa á svipuðum tíma og Homo erectus, [1,89 Má ⇔ 110 ká] sem er elsta tegundin með nútímalega líkamsbyggingu manna. (Þeir elstu gjarna kallaðir Homo ergaster. ) Jafnvel er talið að allt að fjórar tegundir mannaættar hafi ekki aðeins deilt með sér sama meginlandinu heldur einnig sama umhverfinu.


Fyrsta útrás tegunda frá Afríku, sennilega Homo erectus og skyldra tegunda, bauð upp á tækifæri mikillar fjölbreytni í þróun tegunda. Að vísu eru fá gögn þessu til staðfestingar en ljóst er að tegundir mannaættar höfðu náð til Kína og Jövu fyrir 1,7 Má. Fyrir tæpum 1,66 Má birtist Homo erectus [1,89 Má ⇔ 143 ká] bæði í Kína og á Jövu og líklegt er að fleiri skildar tegundir hafi einnig lifað á Jövu á þessum tíma. Á hinn bóginn eru elstu leifar í Evrópu frá því fyrir um 800 þúsund árum fremur ólíkar og hefur þeim verið gefið tegundaheitið Homo antecessor af Spánverjunum sem fundu þær í heimalandi sínu.


Fyrir 800 ká nær maðurinn stjórn á eldi og heili mannsins vex ört á bilinu 800 ká til 200 ká.


Um 600 þúsund milljón ára gamlar minjar í Afríku sýna að Homo heidelbergensis [700 Ká ⇔ 200 ká] var þá að koma fram á sjónarsviðið, tegund sem einnig sjást merki um fyrir 500 til 200 þúsund árum í Evrópu og Kína. Eftir því sem minjar um Homo heidelbergensins verða rannsakaðar nánar á sjálfsagt eftir að koma betur í ljós að um fleiri en eina tegund er að ræða. Talið er að Homo neanderthalensis [400 ká ⇔ 40 ká] sem voru útbreiddir í Evrópu séu afkomendur þessarar tegundar en hún náði mikilli útbreiðslu í Evrópu og Vestur-Asíu frá því fyrir 200 til 30 ká. Fátækleg ummerki fá Afríku benda til þess að þar hafi ýmislegt verið að gerast og meðal annars tilkoma Homo sapiens [200 ká ⇔ 0 ká]. Fundist hafa 40 þúsund ára gamlir steingervingar í Ngandong á Jövu, sem benda til þess að þar hafi Homo erectus enn haldið sig og aðskilin þróun manna átt sér stað.


Þessi mynd sem hér hefur verið dregin upp af þróun mannsins er fremur langt frá þeirri viðteknu skýringu sem ríkjandi var fyrir uþb. 40 árum að af Australopithecus africanus hafi Homo erectus þróast og síðan Homo sapiens [200 ká ⇔ 0 ká] of honum en hún byggir að sjálfsögðu á steingervingafundum sem síðan hafa komið í ljós.


Það sem virðist greina Homo sapiens frá skildum tegundum og veldur því e.t.v að hann einn lifir nú er fyrst og fremst hegðun hans og færni.


Í 2,5 milljón ára gömlum jarðlögum er að finna minjar sem vitna um fyrstu verkfæri úr steini. Ekki er vitað með nákvæmni hver gerði þau en líklega má eigna þau tegund mannaættar þ.e. suðurapa. Þetta markar upphaf mikilla framfara hjá þessum tegundum. Þetta gerðist einni milljón árum áður en fyrsta handexin var gerð, líklega af Homo ergaster. Þetta voru grófgerð tól slegin til úr steinum og breyttust ekki að ráði fyrr en á dögum Homo heidelbergensis en frá þeim tíma finnast mun vandaðri verkfæri úr steini.


Á meðal þeirra sem smíðuðu þessi verkfæri voru tvífætlingar með stóran heila en lágt enni — Neandertalsmennirnir, sem voru útbreiddir í Evrópu og Vestur-Asíu þar til fyrir 30 þúsund árum. Þeir skildu eftir sig nokkuð greinilega slóð en hurfu skyndilega af sjónarsviðinu fyrir nútímamanninum sem einnig réð yfir sömu tækni á þessum tíma. Áhöld Neandertalsmanna úr steini voru nokkuð vel gerð en með fáum tilbrigðum. Ekki er talið að þeir hafi nýtt önnur efni til áhaldasmíði og margir efast um leikni þeirra við veiðar. Þá eru skiptar skoðanir um ýmsa siði þeirra eins og greftrun látinna og hefur verið bent á að þeir hafi einfaldlega grafið þá dauðu til þess að þeir lokkuðu ekki hræætur eins og td. hýenur inn á búsvæði þeirra. Ekki er að sjá að þeir hafi lagt neina muni í grafirnar með þeim framliðnu og þess vegna ólíklegt að þeir hafi trúað á líf eftir dauðann.


Þó svo uppruni Homo sapiens sé óskýr er flest sem bendir til þess að hann sé upprunninn í Afríku fyrir um 200 til 150 þúsund árum síðan. Nútíma hegðunarmynstur birtist þó ekki fyrr en löngu seinna. Þetta sést vel á minjum í löndum fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem Neandertalsmaðurinn hafði búið frá því fyrir 200 þúsund árum eða jafnvel fyrr. Fyrir um 100 þúsund árum kom Homo sapiens inn á þetta svæði og þótt furðulegt megi teljast skildu þessar tegundir eftir sig sambærilegar mannvistarleifar. Hegðun þessara tegunda virðist því hafa verið áþekk þrátt fyrir ólíka líkamsbyggingu. Báðar tegundirnar virðast hafa lifað þarna saman í um 60 þúsund ár uns verkfæri lík þeim sem þekkjast frá fornsteinöld komu fram fyrir um 40 þúsund árum. Þá hverfa Neanderthalsmenn af sjónarsviðinu.


Homo floresiensis ?


Fyrir 12 ká hefst ræktun plantna og húsdýrahald.


Í Evrópu gerðist þetta á annan hátt. Þar eru elstu mannvistarleifar Homo sapiens uþb. 40 þúsund ára og fyrir 10 þúsund árum voru Neanderthalsmenn horfnir. Augljóst er að þeir Homo sapiens sem lögðu undir sig Evrópu hafa búið yfir áður óþekktum hæfileikum. Þeir þróuðu ekki aðeins gerð verkfæra á hærra stig heldur smíðuðu einnig verkfæri úr beinum og hjartarhornum. Það sem þó vekur meiri athygli er að þeir gerðu listaverk með steinskurði og máluðu málverk á veggi og loft hella. Þeir gerðu sér hljóðfæri, og grófu einnig framliðna og lögðu muni í gröfina. Það bendir til þess að þeir hafi trúað á líf eftir dauðann.


Ljóst er að hljómbotn í munni Homo sapiens hafði fyrir hundruðum þúsunda ára þróast á þann veg að þeir hafa snemma ráðið við að mynda fjölbreytileg hljóð og að þróa tungumál. Málið er ekki aðeins tæki til tjáningar heldur er það undirstaða óhlutbundinnar hugsunar.




Tímalína þróunar mannsins, © Smithsonian National Museum of Natural History.



Tímalína þróunar manna. (Wiki)







Heimildir:   1 Ian Tattersall 2003: „ONCE we were not alone“
SCIENTIFIC AMERICAN, Jan 2003.
2 Smithsonian National Museum of Natural History
< http://humanorigins.si.edu > (sótt í mars 2019)
3 Wikipedia, ýmsar síður