Miðjarðarhafið

Á miðjarðarhafssvæðinu gerðist margt á paleogen sem tengdist hreyfingu Afríku til norðvesturs í átt að Evrópu. Snemma á paleógen byrjaði Adríaflekinn að nálgast meginland Evrópu. Mikil eldvirkni varð við myndun Alpafellinginarinnar. ◊.


Á meðan þessu fór fram hlóðust Atlasfjöllin upp við suðvestanvert Miðjarðarhaf. Þetta gerðist þegar Afríkuflekinn færðist í norðvestur og kýttist á suðvesturhorn Evrasíuplötunnar. Snemma á paleógen var einkum um myndun sjávarsets í þessum hluta Norður-Afríku en úr henni dró þegar leið á eósen og samkýting myndaði kjarna Atlasfjalla. Á hinn bóginn var lítið um jarðhnik austar á Afríkuflekanum þar sem Líbýa og Egyptaland eru nú og hlóðust þar upp þykk kalksteinslög á sjávarbotni en meginuppistaða þeirra eru disklaga götungar kallaðir númmúlítar.     Svingsinn og stóru egypsku pýramídarnir voru hlaðnir úr sandsteinum höggnum úr númmulítakalksteini sem þolir nokkuð vel þá litlu efnaveðrun sem er í þurru eyðimerkurloftslaginu. Þessi myndun sjávarsets stóð skammt því þegar kom fram á eósen breyttist setmyndunin við að mikið magn af kvarsríkum framburði barst af landi Norður-Afríku. Þetta er í raun ennþá að gerast í óshólmum Nílar.


Sjá um flekahreyfingar á ármíósen og lokun Tethyshafsins.