Fornsögulegar ísaldir

Í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu er að finna jökulmenjar frá seinni hluta frumlífsaldar fyrir um 850-600 milljónum ára. Það vekur furðu hversu útbreiddar þessar minjar eru en líklegasta skýringin er sú að löndin hafi á þessum tíma myndað mikið meginland á suðurpólnum.


Í jarðlögum frá því seint á ordóvísíum fyrir um 450 milljónum ára mynduðu meginlöndin Afríka, Suður-Ameríka, Suðurskautslandið, Ástralía og Indlandsskagi mikið meginland Gondvanaland og var suðurpóllin í NV-Afríku á þessum tíma þar sem mikil jökulbergslög finnast nú. Jökulskjöldurinn batt mikið af vatni heimshafanna en við það lækkaði sjávarborðið um alla jörðina og er það talið hafa leitt til aldauða nær 3/4 allra dýrategunda.