Fánan

Við upphaf nýlífsaldar þegar spendýrin losnuðu undan samkeppninni við risaeðlurnar þróuðust þau ört. Í fyrstu voru spendýrin smávaxin lík nagdýrum nú og þau stærstu voru á stærð við stóran hund. Um litla sérhæfingu var að ræða hjá spendýrunum hvað fæðuöflun og hreyfigetu varðar í fyrstu en u.þ.b. 12 milljón árum síðar greinast þau í ættbálka sem við nú þekkjum, allt frá leðurblökum til hvala sem syntu í höfunum.


Á meðal spendýrategunda á paleósen voru einnig þær tegundir er þá þegar höfðu komið fram á krít eins og pokadýr, skordýraætur. Einnig er talið að fyrstu fremdardýr hafi komið fram á paleósen fyrir uþb. 60 Má.


Á miðpaleósen-tímanum komu fram rándýr af flokki spendýra, (Carnivora), en til hans teljast nær öll rándýr sem teljast til legkökuspendýra. ◊. Í lok paleósen voru elstu tegundir hestaættarinnar jafnframt komnar fram og voru dýrin á stærð við hund en undir lok tímans höfðu aðrar tegundir grasbíta á stærð við nautgripi litið dagsins ljós.


Eósen einkenndist af stöðugri fjölgun spendýra og fjöldi ætta tvöfaldaðist í nær 100, álíka fjölda og nú þekkist. Auk þess fjölgaði hófdýrum mjög en þau greinast annars vegar í hófdýr með stakgreindar tær eins og hesta, tapíra og nashyrninga og hins vegar í hófdýr með jafngreindar tær, klaufdýr, eins og nautgripi, antilópur, sauðfé, geitur, svín og kameldýr.


Hófdýr þróuðust á undan klaufdýrum sem voru þó komin fram á eósen. Fyrstu fílar komu t.d fram snemma á eósen og er elsta tegundin mörull [Moeritherium] stórt klunnalegt dýr um 3 m á lengd með ófullkomnar skögultennur og stuttan rana. Nagdýrin sem komið höfðu fram á paleósen héldu áfram að þróast á kostnað hinna frumstæðu jöxlunga [multituberculata], sem einnig voru sérhæfð til að naga fræ og hnetur. Eftir því sem nagdýrum fjölgaði á eósen fækkaði jöxlungum og þeir dóu út snemma á ólígósen.


Á meðal rándýra sem lifðu á grasbítum þeim sem nefndir hafa verið voru tegundahópar sem áttu uppruna sinn að rekja til paleósen-tímans. Þeirra á meðal var hinn risavaxni fugl, Diatryma, (2,4 m) en hann hvarf svo af sjónarsviðinu undir lok eósen. Ennfremur var dýr af ættkvíslinninni Pachy-hyena sem líktist hundi og er talið til (mesonychid) en af þeim eru voru hvalir taldir hafa þróast. ◊. Á þeim tíma komu fram dýr af ætt hunda, katta og hreysikatta.


Hinn risavaxni belgfugl [Diatryma] var ekki eini fuglinn sem lifði á eósen þó svo að fleygir fuglar hafi alls ekki verið eins útbreiddir og þeir eru nú. Flestar fuglategundir töldust til strand- og vaðfugla en á þessum tíma voru spörfuglar ekki enn komnir fram.