Sjávardýralíf — Trías og júra

Í útdauðanum mikla í lok fornlífsaldar höfðu margir útbreiddir og fjölskrúðugir tegundahópar horfið með öllu og aðrir orðið sjaldgæfir. Þetta á við um fusulinid-götungana, fenestella-mosadýrin (lík blævang), rugosa-kóralana og þríbrotana. Algengustu steingervingar í setlögum frá ártrías eru steingerðar leifar lindýra, skeljar og kuðungar. Ammónítarnir náðu sér aftur vel á strik eftir nánast algera tortímingu í perm-útdauðanum þar sem allar utan tvær ættkvíslir hurfu að talið er. Í setlögum frá trías finnast meira en 100 ættkvíslir ammóníta. ◊.


Sjá tímasvið nokkurra valdra fylkinga í jarðsögunni: ◊.