Útdauði í lok kambríum

Í lok kambríum varð útdauði þrisvar og í þeim síðasta fækkaði tegundum nátíla og þríbrota mjög. Segja má að þríbrotarnir hafi aldrei náð sér á strik eftir það. Þeir finnast að vísu í setlögum frá ordóvísíum en ekki sami fjöldi sem í kalksteinslögum frá kambríum. Ordóvísíumtímabilið einkennist aftur á móti fremur af þróun fjölda annarra dýrategunda. Sumar þessara tegunda voru að öllum líkindum komnar fram á kambríum en þróuðust ekki fyrr en á ordóvísíum þegar hinar komu fram.


Útdauðann bar snöggt að en á eftir fylgdi þróun nýrra tegunda. Ólíklegt er að sjávarstöðubreytingar hafi valdið útdauðanum en kólnun loftslags kemur sterklega til greina því að þeir þríbrotar sem komu fram eftir útdauðann lifðu í fremur köldum sjó.


Tímasvið nokkurra valda fylkinga og flokka í jarðsögunni: ◊.