Þróun lífríkis á ordóvísíum

Þróunin sem átti sér stað á ordóvísíum gat af sér flokka og ættbálka dýra sem héldu áfram að þróast síðar á fornlífsöldinni. Allar þekktar fylkingar dýra sem skilja eftir sig steingervinga koma í ljós á tæplega 50 Má tímabilinu kambríum. |Thelstu fylkingar| Ekki er vitað hvenær á tímabilinu þær birtust en borið saman við 3.500 Má sögu lífs á jörðinni og þau 540 Má sem síðan hafa liðið virðist atburðarásin hafi verið hröð, gerst snögglega og samtímis. Af þeirri ástæðu kalla sumir þessa þróun „kambríum-sprenginguna“.


Áberandi er að flest skeldýr í ordóvísíum-fánunni lifðu á sjávarbotninum en grófu sig ekki í setið eins og síðar varð og bendir það til þess að þau hafi ekki verið búin að þróa með sér nægilega öfluga öndun og hreyfigetu.


Graptólítar voru útbreiddir á ordóvísíum og sílúr og finnast þeir einkum í svörtum leirsteini e.t.v. vegna þess að þeir lifðu sem svif og sukku dauðir á úthafsbotninn. Flestar tegundir lifðu um 1 Má eða skemur og eru því ákjósanlegir einkennissteingervingar.


Tanndýr finnast víða en hver tegund finnst aðeins í fáum setlagasyrpum frá stuttum tíma þannig að þeir eru ákjósanlegir einkennissteingervingar. Þeir eru úr fosfatsamböndum og sitja eftir þegar kalksteinninn sem þeir finnast í hefur verið leystur upp í sýru.


Á ordóvísíum eru armfætlur með hjör mikilvægir einkennissteingervingar ásamt tanndýrum. Armfætlurnar eru mest áberandi hópur vel varðveittra steingervinga bæði frá ordóvísíum og öllum yngri myndunum fornlífsaldar. Mikilvæg botndýr auk armfætlna voru rugosa-kórallar sem mynda skel líka horni að lögun og sæliljur þótt þau séu dýr en ekki plöntur. Frumstæðir kórallar og sæliljur voru komnir fram á kambríum en náðu ekki mikilli útbreiðslu.


Þrír hópar dýra sem lifðu í sambúum urðu mikilvægir á ordóvísíum. Af þeim bar mest á mosadýrunum en hin voru stromatoporid, sem líktust svömpum, og töflukórallar [tabulate]. Allir þessir hópar gegndu mikilvægu hlutverki við byggingu rifja á fornlífsöld.


Rannsóknir á steingervingum Stromatoporidea sýna að þeir voru líklega svampar með sterka stoðgrind. Sumir töflukórallar geta einnig hafa verið svampar þó flestir þeirra hafi líklega verið holdýr [Coelenterata] lík svömpum en sökum þess að þeir dóu út í lok fornlífsaldar má vera að aldrei takist að rekja skyldleika þeirra til annarra lífvera.


Í hinni hreyfanlegu botnfánu ordóvísíumtímabilsins (epifána) voru auk þríbrotanna nýjar tegundir snigla og fyrstu ígulkerin. Samlokur sem komnar voru fram á kambríum náðu fyrst mikilli fjölbreytni og útbreiðslu á ordóvísíum. Sumar þeirra tóku upp á því að grafa sig í setið eins og margar samlokur gera enn.


Kjálkalausir fiskar (vankjálkungar) sem virðast koma fram á kambríum héldu áfram þróun sinni á ordóvísíum en skildu aðeins eftir sig slitrur steingervinga svo lítið er vitað um lögun þeirra. Fyrir daga kjálkafiska virðast krossfiskar og nátílar hafa verið stærstu rándýrin. Allir lifandi ættbálkar krossfiska virðast hafa verið komnir fram þá þegar á ordóvísíum.


Í hryggleysingjafánunni á kambríum voru um 150 ættir dýra en á ordóvísíum var þessi fjöldi kominn upp í 400 sem svo hélst til loka fornlífsaldar. Af þessu má e.t.v. draga eftirfarandi ályktanir:

  1. Ekki hefur verið rými fyrir fleiri tegundir en 400 í lífríki ordóvísíum,
  2. Þróun rándýra hefur gert nýjum tegundum æ erfiðara að þróast,
  3. e.t.v. hafa tegundirnar verið of sérhæfðar til að koma af stað þróun nýrra frábrugðinna tegunda.


Botnsjávardýr á síðordóvísíum:


Tímasvið nokkurra valda fylkinga og flokka í jarðsögunni: ◊.