Meginlandskjarni Norður-Ameríku

Nú er Grænland sjálfstæður meginlandskjarni en allar götur frá frumlífsöld og að mestu leyti síðan var það áfast Norður-Ameríku og hefur það meginland verið kallað Lárentía. Kjarni þessa meginlands er sá sami og myndar meginlandskjarna Norður-Ameríku nú. Víða sést í berg þessa kjarna en þar er stærsti forkambríski meginlandsskjöldur jarðar - kanadíski skjöldurinn.


Kanadíski skjöldurinn var uppistaðan í meginlandskjarna Lárentíu sem óx á frumlífsöld. Í lok frumlífsaldar lítur svo úr samkvæmt nýjustu rannsóknum að hann hafi verið hluti stórs meginlands og enn er hann eini sýnilegi hluti meginlandskjarna Norður-Ameríku en vestan hans og sunnan er hann þakin setlögum og auk þess hafa lagst að honum fellingafjallgarðar á vestur- og austurströndinni.