Hvers vegna jókst súrefni í gufuhvolfi Jarðar

Sennilegur hluti skýringar á því að súrefni í höfum og gufuhvolfi jókst er að oxun vegna veðrunar hafi minnkað. Súrefni sem varð til við ljóstillífun bættist því við það súrefni sem fyrir var í höfum og gufuhvolfi. Þess sjást einnig merki að mikið magn lífræns kolefnis hlóðst upp í sjávarsetlögum. Þetta má sjá á því að hlutfall þungra C-samsæta í kalksteini hækkar á heimsvísu á milli 2.200 - 2.000 Má.


Við ljóstillífun tekur plöntusvif til sín 12C sem myndar lífrænt efni þeirra. Grafist lífrænar og 12C-auðugar leifar dýranna í seti þegar þau deyja án þess að oxast hækkar hlutfall 13C í höfunum. Hliðstæð aukning verður einnig á 13C í karbónötum (CaCO3) sem falla út og lenda í setinu. Þess vegna má líta svo á að sveiflukennd aukning 13C í seti á fyrrnefndu tímabili sýni að kolefni af lífrænum uppruna hafi grafist í miklum mæli í setinu. ◊.


Stór hluti þess súrefnis sem verður til við ljóstillífun hverfur aftur úr andrúmsloftinu við oxun lífrænna efna. Grafist þau hins vegar án oxunar hækkar súrefnismagn gufuhvolfsins og því getur mikil aukning á 13C í karbónötum í setinu þýtt að lífrænt 12C-auðugt efni hafi grafist í stórum stíl án þess að oxast. ◊.


Hringrás karbónata: ◊.


Sjá ennfremur gufuhvolf Jarðar, hringrás CO2 og hlutfall 13C/12C sbr. myndir:


Sjá súrefni, O2 og lagskiptar járnmyndanir, BIF