Bergmyndanir frá upphafsöld

Bergi mynduðu á upphafsöld má gróflega skipta í „gneis-granulít“ sem er mjög myndbreytt kornótt berg og grænsteinabelti. Gneis-granúlítið er svo myndbreytt og auk þess í mörgum tilfellum myndað við myndbreytingu síðar en á upphafsöld að það segir lítið sem ekkert um aðstæður við myndun þess. Grænsteinabeltin er einkum að finna á meginlandsskjöldunum en í þeim er það berg sem áhugaverðast er og auðveldast er að rannsaka. Þau einkennast einkum af gosbergi og seti sem einnig á uppruna sinn að rekja til gosbergs. Þau eru oftast nokkuð myndbreytt og fá lit sinn af klóríti sem er leirsteind og myndast hún t.d. hér á landi á háhitasvæðum á talsverðu dýpi og við hitastig yfir 200°C.


Grænsteinabeltin mynda oft samhverfar fellingar milli hvelfdra granítinnskota sem þrengt hafa sér upp á milli þeirra. Elstu berglögin eru oft útbasískt gosberg en eftir því sem þau yngjast breytast þau og verður berg þeirra basískt, ísúrt og jafnvel súrt eftir því sem ofar dregur og bergið verður yngra. Efst er set sem ber einkenni þess að hafa myndast við breytilegar aðstæður einkum í miklum halla neðansjávar og yfirleitt á miklu dýpi.


Yfirlitsmynd yfir upphafsöld: