Útdauði tegunda

Á fornlífsöld var myndun fána afskaplega hröð sem gefur til kynna hraða aðlögunartíðni og tegundamyndun sem á sér fáar hliðstæður í dag a.m.k. meðal sjávardýra. Líta má á ferli sem leit að jafnvægi í lífsamfélögum þar sem vissum hápunkti er náð án þess að það komi niður á lífverunum. Slík ferli eru þó sérlega viðkvæm og eru því ýmis dæmi um hrun samfélaga t.d. vegna hamfara eða feilspora í þróun. Fjöldaútdauðar eru því nokkuð algengir í jarðsögunni, einkum vegna umhverfisbreytinga og loftlagsbreytinga í kjölfar náttúruhamfara.


Talið er að meiriháttar útdauði lífvera hafi átt sér stað a.m.k. fimm til sex sinnum í sögu jarðar.