Í lok fornlífsaldar þ.e. við lok perm varð mesti fjöldadauði jarðsögunnar fyrr eða síðar. Um 60% alls dýralífs, bæði á sjó og landi, þurrkaðist út. Um var að ræða tvo atburði á 8-10 Má tímabili. Í fyrri útdauðanum „Guadalupian“ urðu áhrifin mest í sjónum, en flestar lífverur sem bjuggu í kóralrifum, fusulinidarnir og sæliljurnar dóu út. Einnig hurfu þríbrotarnir fyrir fullt og allt og ammonítarnir uðru nær aldauða. Mosadýr og armfætlur urðu einnig illa úti, en samlokur, sniglar og fiskar sluppu nokkuð vel. Seinni útdauðinn hafði meiri áhrif, ekki síst á landi. Margar tegundir ferfætlinga dóu út t.d. ýmsar gerðir skirðdýra og flest stóru froskdýrin og að auki hurfu algengustu plöntutegundirnar nær alveg. Ástæður þessa mikla útdauða hafa valdið miklum deilum meðal vísindamanna og enn er ekki að fullu ljóst hvað gerðist. Þó er vitað að samverkandi þættir svo sem loftlagsbreytingar, sjávarstöðubreytingar, fall á súrefnismagni í sjó og eldvirkni áttu þátt í seinni útdauðanum. Engar vísbendingar benda til að kólnun hafi orðið vegna tilkomu jökulskeiðs heldur er talið að hitastig jarðar hafi hækkað vegna gróðurhúsaáhrifa af völdum eldvirkni og minnkandi plöntusvifs í sjó.



Sjá tvöföldu línurnar (=)á myndinni af jarðsögutöflunni: ◊.


Graf með skýringum, sem sýnir helstu útdauðana: