Fjöldútdauði átti sér stað í lok ordóvisíum þegar um 22% allra líveruætta dó út. Útdauðinn gerðist í tveimur skrefum með um milljón ára millibili. Fyrra skiptið er talið tengjast myndun jökulskjaldar á Gondvanalandi sem olli 500 þúsund ára löngu jökulskeiði og um leið mikilli kólnun sjávar. Margar lífverur kóralrifja og svifverur á grunnsævi dóu út. Seinna skiptið átti sér stað í lok jökulskeiðsins, en þegar loftslag hlýnaði varð útdauði meðal þeirra kuldaþolnu lífvera sem lifðu af fyrra skiptið. Talið er að á þessum tímapunkti hafi þríbrotar nær alveg horfið og tegundum graptólíta, sælilja og nátíla fækkaði talsvert.



Sjá tvöföldu línurnar (=)á myndinni af jarðsögutöflunni: ◊.


Graf með skýringum, sem sýnir helstu útdauðana: