Útdauðinn við KT-mörkin

Síðasti útdauðinn og jafnframt sá þekktasti í jarðsögunni átti sér stað í lok miðlífsaldar við mörkin krít og tertíer. Talið er að 40-70% tegunda í sjó og á landi hafi dáið út og má þar meðal annars nefna risaeðlurnar, fiskeðlurnar og flugeðlurnar. Einnig hurfu af sjónarsviðinu tveir ættbálkar kolkrabba þ.e. ammonítar og belemnítar, en þeri voru einkennisdýr í heimshöfunum. Aðrir hópar urðu einnig illa úti t.d. flestir svifþörungar, samlokur, kórallar, sem og berfrævingar og burknar á landi. Þessir hópar náðu sér þó vel á stirk á tertíer og enn aðrir hópar eins og dulfrævingar og spendýr áttu sitt blómaskeið. Margar hugmyndir varðandi útdauðann hafa komið fram, en í dag eru aðallega tvær meginkenningar í gangi. Sú fyrri gengur út á það að risastór loftsteinn hafi rekist á jörðina (Alvarez) og valdið miklum hamförum. Þessu til stuðnings er bent á gíginn sem fannst í Mexíkóflóa. Við áreksturinn er talið að mikið rykský hafi þyrlast upp í heiðhvolfin og skyggt fyrir sólu í nokkur ár sem olli bæði kólnun og minnkandi ljóstillífun þannig að heilu fæðukeðjurnar brustu. Samfara þessum hörmungum er líklegt að flóðbylgjur hafi skollið yfir láglendið, súrt regn fallið og miklir eldar geisað. Kenningunni til stuðnings hefur verið bent á iridíumlag sem finnst víða um heim, en þetta efni er 10000 sinnum algengara í loftsteinum en í jarðskorpunni. Efasemdamenn hafa þó bent á að iridíum finnst í miklu magni í möttli jarðar og að það gæti hafa borist til yfirborðs í eldgosi, en á þessum tíma geisuðu mikil eldgos á Indlandi (Dekan). ◊. Hin kenningin er sú að halastjarna hafi rekist á jörðina, en Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur fann glerperlur í seti í Karíbahafi við mörkin krít og tertíer. Efnagreining á perlunum bendir til þess að þær hafi myndast þegar halastjarna eða loftsteinn rakst á jörðina. Við áreksturinn bráðnaði gifsset og við snöggkólnun mynduðust perlurnar og þeyttust hátt í loft upp og dreifðust um svæðið samfara miklu brennisteinsskýi (gifs + O2 → SO2). Einnig bendir Haraldur á að gígurinn í Mexíkóflóa (180 km í þvermál) sé of stór til að hafa myndast við árekstur loftsteins. Líklega er þó um sambland margra þátta að ræða svo sem loftsteinaregn, eldvirkni, landrek og loftslagsbreytingar.


Að auki hafa komið fram margar skemmtilegar og hugmyndaríkar kenningar um hvarf risaeðlanna svo sem að spendýr hafi étið eggin þeirra, breytingar á veðurfari, eitrun, geimættuð fyrirbæri, eggjaskurn þynnst, sjúkdómar geisað og geimverur flutt rieaeðlurnar á brott.




Sjá tvöföldu línurnar (=)á myndinni af jarðsögutöflunni: ◊.


Graf með skýringum, sem sýnir helstu útdauðana: