Steingervingar

Ef ytra form eða innra byggingareinkenni lífveru hefur varðveist er talað um steingerving. Nægilegt er að hafa eingöngu form viðkomandi lífveru t.d. eftir skel í seti. För eftir dýr eru einnig talin til steingervinga og það sama á við um surtarbrand því unnt er að sjá þar viðarformið. Lífverur sem grafast ekki í set rotna eða molna yfirleitt fljótlega og hverfa því af sjónarsviðinu, en ef lífveran grefst í set eru varðveislumöguleikarnir mun meiri. Hérlendis er algengt að skeljarnar hverfi úr setlögum því kolsúrt vatn leysir þær hratt upp, jafnvel á um 10 – 15 þúsund árum. |TAFLA|



Sjá: varðveisla.