Hvað er þróun?

Þegar breytingar verða á lífverum vegna breytilegra aðstæðna í umhverfi þeirra þannig að hæfni þeirrar tegundar til að lifa eykst hefur þróun átt sér stað. Innan stofna má sjá hægfara útlitsbreytingar sem geta orðið það miklar með tímanum að nýjar tegundir verða til. Oftast er þetta talið standa í sambandi við aukna aðlögun, t.d. ef loftslag breytist þá er hætt við að útlit breytist. Smáþróun (microevolution) er hægfara þróun í átt að aukinni aðlögun lífvera að umhverfi þannig að tegundin breytist, en ekki það mikið að um nýja tegund er að ræða. Stórþróun (macroevolution) gengur aftur á móti út á að breytingar eru það miklar að farið er að tala um nýja tegund.


Ættkvísl hestsins er gott dæmi um þróun. Elsta þekkta tegund hestsins hafði fjórar tær á framfótum og þrjár á afturfótum og tennurnar voru til þess að gera einfaldar að lögun og stærð. Líkamsstærð þessara dýra var á við lítinn hund en nútíma hesturinn er nú tiltölulega stórt spendýr sem hefur aðeins eina tá á hverjum fæti með hóf og sterka jaxla með flókinni byggingu. Tennur forföðurins dugðu til að tyggja lauf en nútímahesturinn verður að tyggja gras sem aðalfæðu. ◊.



Sjá um sameindafræðilegan þróunarferil:.




Sjá texta um þróun hvala.