Umhverfisaðstæður við setmyndun skírskota til þeirra aðstæðna sem ríktu við myndun setsins. Þetta á jafnt við um eðlisfræðilegar, efnafræðilegar og líffræðilegar aðstæður í náttúrunni á hverjum tíma. Umhverfi setmyndunar einkennist því af landfræðilegum aðstæðum og því loftslagi sem ríkti þegar setið myndaðist. Úr setinu má því lesa hvers konar ytri aðstæður ríktu við myndun þess. Sumt set eins og efnaset verður t.d. aðeins til við viss skilyrði þegar steindir þess falla út úr vatni og setjast til á sama stað. Aðrar settegundir eru úr bergmylsnu sem varð til víðs fjarri þeim stað sem þær settust til á. Jarðfræðingar hafa því mikinn áhuga á að kanna hvernig set myndast við mismunandi aðstæður nú því ýmis þau einkenni sem sjást í nútíma seti má einnig greina í fornu setbergi. Með því að bera þessa þætti saman má gera sér í hugarlund hvernig umhorfs var á jörðinni fyrir hundruðum Má.


Í aðalatriðum má segja að setmyndun gerist annað hvort í: sjávarumhverfi eða landrænu umhverfi sem svo má flokka enn frekar eftir því hvaða umhverfisþættir hafa komið við sögu hverju sinni.


Kornastærð sets er breytileg eftir umhverfi eins og sjá má á myndinni: